Langtímaleiga bíla fyrir fyrirtæki frá Thrifty bílaleigu

Langtímaleiga á bílum

Ódýr langtímaleiga á bílum frá Thrifty bílaleigu er sveigjanlegur og hagstæður kostur og er ekki ósvipuð því sem kallað er rekstrarleiga bíla. Thrifty bílaleiga býður mikið úrval bíla í langtímaleigu á mjög hagstæðu verði. Langtímaleiga Thrifty bílaleigu er í 3-12 mánuði í senn en einfalt og fljótlegt er að framlengja leigusamning. Bílar á langtímaleigu geta verið fleiri en einn og greiðist mánaðarlegt gjald fyrir afnotin.

Í mánaðargjaldi langtímaleigu er innifalið m.a.ábyrgðar- og kaskótrygging með sjálfsábyrgð en hægt er að kaupa aukna tryggingarvernd. Innifalið er allt viðhald bílsins, fjármagnskostnaður og afskriftir en eldsneyti og rúðuvökva greiðir leigutaki. Með langtímaleigu bíla losnar fyrirtæki við kostnað við umsjón með bílaflota, fjárbindingu og endursöluáhættu og óvissa um rekstarkostnað er engin. Fyrir einstaklinga eru þægindin mikil.

Innifalin er þjónustu- og smurskoðun skv. ferli framleiðanda á 12 mánaða fresti og ástands- og dekkjaskoðun / dekkjaskipti að vori og hausti. Þegar leigutæki er í þjónustuskoðun, bilar, tjónast eða verður óökufært af öðrum ástæðum útvegar Thrifty annan bíl á meðan án aukagjalds.

Thrifty bílaleiga býður mikið úrval bíla á langtímaleigu af tegundunum Ford, Volvo, Mazda, Peugeot og Citroën m.a. fólksbíla af öllum stærðum, jeppa af ýmsum stærðum, 7-9 sæta bíla og sendibíla. Hægt er að mæta ýmsum séróskum um aukabúnað t.d. dráttarkrók eða sérstakar útfærslur t.d. sjálfskiptingu. Bílar í langtímaleigu eru að jafnaði 15-30 mánaða gamlir og eru sparneytnir, öruggir og í góðu viðhaldi.

Vetrarleiga á bíl er einnig í boði hjá Thrifty bílaleigu en vetrarleiga bíla hentar vel einstaklingum eða fyrirtækjum sem þurfa ekki á bíl á halda allt árið um kring.

Skoðaðu úrvalið á langtimaleigaabil.is eða sendu fyrirspurn á langtimaleiga@langtimaleigaabil.is

Car rental Iceland Thrifty pick up locations

 

Customer services

The Small print