Afbókunar- og breytingaskilmálar

Sveigjanlegir afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar

Þú getur auðveldlega afbókað bílaleigubílinn með því að hafa samband. Mundu að setja bókunarrnúmerið með í fyrirspurnina. Þú finnur það í staðfestingarpóstinum þínum (ath. bókunarnúmerið byrjar á LP).

Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálarnir okkar eru eftirfarandi:

  • Fyrir afbókun eða beiðni um endurgreiðslu, endurgreiðum við 100% af leiguverði.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi ofangreint skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.

Skilað fyrr

Endurgreiðsluskilmálar sé bíl skilað fyrr eru eftirfarandi:

  • Við endurgreiðum 100% af ónotuðum dögum.

Framlengingar á leigu

Framlenging á leigu fer eftir framboði á hverjum tíma. Fyrir framlengingu á leigu er greitt samkvæmt verðskrá. Ekkert aukagjald er innheimt fyrir breytinguna.

Vinsamlegast athugið að ef leiga er greidd í gegnum þriðja aðila en ekki framlengd í gegnum þann aðila gildir verðskrá Thrifty bílaleigu.

Framlenging á leigu telst ekki frágengin fyrr en leigutaki hefur skrifað undir nýjan leigusamning sem gerður er rafrænt ásamt því að hafa greitt fyrir framlenginguna.

Vinsamlega athugið

Það getur tekið 3-10 virka daga fyrir endurgreiðsluna að birtast á kreditkortayfirliti þínu. Ef þú sérð ekki upphæðina á kreditkortayfirliti þínu á þeim tíma mælum við með að þú hafir samband við kreditkortafyrirtækið þitt.

Við tökum við fyrirframgreiddum kreditkortum og debetkortum ef Premium tryggingapakkinn er keyptur.

Bóka bíl til leigu