Algengar spurningar
Til að einfalda undirbúninginn hefur Thrifty bílaleiga tekið saman algengustu spurningar frá viðskiptavinahóp okkar og svarað þeim ítarlega hér að neðan
Áður en bókun er gerð
Lágmarks aldur ökumanna er 21 árs. Leigutökum á aldrinum 19-21 árs býðst að leigja bíla í flokkunum litlir fólksbílar og stærri fólksbílar gegn aukagjaldi. Sjá frekari upplýsingar um bíla undir “bílarnir okkar”.
Lágmarks leigulengd er 24 tímar en hámarks leigulengd er 100 dagar. Einnig er langtímaleiga á bílum góður kostur.
Nei, ekki er tekin heimild á kreditkortið við afhendingu bíls.
Við tökum ekki heimild á kreditkortið við afhendingu bíls.
Já. Leigutakar þurfa að greiða leigugjaldið með kreditkorti sem verður að vera gilt í að lágmarki 6 mánuði frá skiladagsetningu. Óheimilt er að nota kreditkort á öðru nafni. Við tökum við fyrirframgreiddum kreditkortum og debetkortum gegn því skilyrði að leigutaki kaupi Premium tryggingu. Ekki er hægt að greiða með peningum. Sjá kreditkortaskilmála.
Innifalið í leigugjaldi er bíll og skyldutrygging ökutækja skv. íslenskum lögum, ótakmarkaður akstur, þjófnaðartrygging ökutækis og virðisaukaskattur. Valkvæð CDW kaskótrygging er í boði fyrir leigutaka án endurgjalds. Leigutaki getur valið að kaupa viðbótarkaskótryggingu sem veitir meiri vernd og lækkar sjálfsábyrgð.
Já þú getur leigt bíl með nýju ökuskírteni en vinsamlegast kynntu þér skilmálana okkar betur hér.
Vinsamlegast smelltu hér fyrir ökuskírtenisskilmálana okkar.
4x4/AWD keyrsla á Íslandi
Já við bjóðum uppá 4x4/AWD bílaleigubíla. Vinsamlegast smelltu hér.
Nei það má ekki keyra utanvegar á Íslandi.
Já þú mátt keyra á F vegum í hálendinu. Leyfilegt er að keyra alla F- vegi nema: F88, F894, F249, F578.
Greiðsla
Greiða þarf leigugjaldið með kreditkorti sem verður að vera gilt í að lágmarki 6 mánuði frá skiladagsetningu. Við tökum við fyrirframgreiddum kreditkortum og debetkortum gegn því skilyrði að leigutaki kaupi Premium tryggingu. Ekki er hægt að greiða með peningum. Sjá kreditkortaskilmála.
Já. Við tökum við debetkortum gegn því skilyrði að leigutaki kaupi Premium tryggingu.
Já. Við tökum við fyrirframgreiddum kreditkortum gegn því skilyrði að leigutaki kaupi Premium tryggingu.
Nei. Hægt er að greiða leiguna með kreditkorti í nafni leigutaka sem er gilt að lágmarki í 6 mánuði eftir skiladagsetningu leigunnar. Einnig er tekið við debetkortum og fyrirframgreiddum kreditkortum gegn því skilyrði að leigutaki kaupi Premium tryggingu.
Já. Þú færð 5% afslátt af leiguverðinu ef þú fyrirframgreiðir bókunina þína með kreditkorti á netinu. Vinsamlegast athugaðu að þú þarft að hafa sama kort meðferðist við afhendingu og greitt var með á netinu. Þú getur greitt með debetkortum eða fyrirframgreiddu kreditkorti ef þú kaupir Premium tryggingapakkann. Við erum með sveigjanlega afbókunar- og breytingaskilmála.
Já. Kreditkort þarf alltaf að hafa meðferðis við afhendingu jafnvel þó leigan hafi verið fyrirframgreidd. Kreditkortið verður að vera gilt í að lágmarki 6 mánuði eftir skiladagsetningu bílsins.
Nei þú getur ekki notað kreditkortið í gegnum símann. Þurfum alltaf að fá kreditkortið sjálft við afhendingu bíls.
Nei. Kreditkortið verður alltaf að vera í nafni leigutaka og kreditkorthafinn verður alltaf að vera viðstaddur afhendingu bílsins.
Nei. Kreditkortið verður alltaf að vera í nafni leigutaka og kreditkorthafinn verður alltaf að vera viðstaddur afhendingu bílsins.
Fyrir þá viðskiptavini sem uppfylla ekki skilyrði skilmála okkar bjóðum við Premium kaskótryggingapakkann sem er skilyrði fyrir undanþágu frá greiðsluskilmálum.
Tryggingapakkar
Innifalið í leiguverðinu eru lögboðnar ökutækjatryggingar, þ.e. ábyrgðartrygging og slysatrygging ökumanns og eiganda, sem og þjófnaðartrygging en hún tekur aðeins til stuldar á ökutækinu sjálfu.
Valkvæð grunnkaskótrygging (CDW) með fyrirframákveðinni eigin áhættu fyrir hvert tjón samkvæmt verðskrá er tiltæk án aukagjalds.
Leigutaki ber ábyrgð á því að þekkja skilmála sinnar tryggingar hjá þriðja aðila. Ef kemur til tjóns þá greiðir leigutaki tjónsupphæðina til Thrifty og sækir svo tjónaupphæðina til þriðja aðila.
Nei. Tryggingin á þínum bíl nær eingöngu yfir fastanúmerið á þínum bíl.
Thrifty bílaleiga býður viðbótartryggingar sem eykur öryggi á leigutímanum og þægindi við skil ef til tjóns hefur komið. Ef bíll tjónast þá bætir Thrifty kaskótryggingin tjónið falli það undir skilmála tryggingarinnar en greiða þarf sjálfsábyrgð sem er misjöfn eftir tegund kaskótryggingar sem valin var. Velji leigutaki Premium kaskótryggingu þá er engin sjálfsábyrgð og skilmálar eru víðtækari.
Já. Premium kaskótryggingapakkinn okkar er með 0 kr. sjálfsábyrgð og er með mjög víðtæka tryggingavernd. Frekari upplýsingar má finna undir tryggingapakkar.
Aukahlutir og annar búnaður
WiFi tækin okkar er hægt að taka með sér út fyrir bílinn og þú getur verið í netsambandi hvar sem þú gert. Það er ótakmarkað gagnamagn og þú getur tengt allt að 10 tæki.
Við bjóðum úrval af bílaleigubílum af ýmsum stærðum. Þú getur fundið upplýsingar um farangurspláss í hverri bíltegund undir bílarnir okkar.
Já. Allir bílar eru á vetrardekkjum yfir vetrartímann (1. nóvember - 15. apríl). Annaðhvort negld vetrardekk eða vetrardekk.
Tollar og sektir
Leigutaki skal greiða gjaldið í göngin skv. skilmálum ganganna eins og kemur fram á skiltum fyrir utan gangaopin og skv. eftirfarandi leiðbeiningum:
1. Farðu á veggjald.is eða í appið
2. Skráðu bílnúmer sem er skráð á lyklakippu bílsins
3. Staðfestu upplýsingar sem birtast um bíltegund, lit og þyngd bílsins (þú þarft ekki að gera neinar breytingar hérna, eingöngu staðfesta)
4. Veldu tímabil
a. Fyrir staka ferð þá getur þú valið dagssetningu sem ferðin rennur út
b. Fyrir margar ferðir er hægt að velja endadag í lok ferðar og allar ferðir á tímabilinu verða þá gjaldfærðar á kreditkortið þitt.
5. Skráðu kortaupplýsingar, netfang og farsímanúmer.
Þú getur skráð þig hvenær sem er áður en þú ferð í gegnum göngin en þarft að klára skráningu eigi síðar en 3 tímum eftir að farið er í gegnum göngin.
Ef þú greiðir ekki í göngin þá verður Thrifty bílaleiga gjaldfærð og innheimtir í kjölfarið gangagjaldið á kreditkortið þítt ásamt umsýslugjaldi.
Já. Leigutaki ber ábyrgð á að greiða bílastæðagjöld þar sem við á.
Stöðubrotasekt er send til Thrifty bílaleigu sem greiðir hana og innheimtir af kreditkorti þínu auk umsýslugjalds.
Hraðasektir eru alfarið á ábyrgð leigutaka. Lögreglan sendir Thrifty bílaleigu fyrirspurn um leigutaka sem fékk hraðasekt og Thrifty upplýsir lögreglu um nafn leigutaka bílsins á þeim tíma sem hraðasektin féll til, tengslaupplýsingar hans og heimilsfang.
Thrifty bílaleiga innheimtir hjá leigutaka umsýslugjald fyrir alla vinnu sem tengist hraðasektum.
Almennar spurningar
Við erum staðsett á 4 stöðum á Íslandi. Nánari upplýsingar má finna undir útleigustaðir og opnunartímar.
Nánari upplýsingar um opnunartíma á hverri starfsstöð má finna undir útleigustaðir og opnunartímar.
Staðfestingarpóstur ætti að berast til viðskiptavinar ekki seinna en klukkutíma eftir að bókun er gerð. Ef þú hefur ekki fengið staðfestingarpóst vinsamlegast skoðaðu eftirfarandi:
- Ertu örugglega búin(n) að klára bókunarferlið?
- Fór staðfestingarpósturinn í ruslpóst möppuna (junk mail)?
Ef þú hefur athugað ofangreint vinsamlegast hafðu samband með nafni, afhendingar- og skiladagsetningu og tegund bíls.
Já. Við erum með sveigjanlega breytingaskilmála. Framlenging á leigu fer eftir framboði.
Já. Við bjóðum uppá vegaaðstoð innan opnunartíma. Ef bílaleigubíllinn bilar vinsamlegast hringdu í neyðarsímann okkar +354 5157110 og við útvegum þér aðstoð frá einum af okkar fjölmörgu þjónustuaðilum um land allt.
Kostnaður þjónustu fer eftir staðsetningu, alvarleika vandamálsins og öðrum þáttum.
Ef kemur til slyss vinsamlegast hringið í neyðarlínuna 112.
Eldsneytisstefna
Eldsneytisstefna okkar er fullur í fullur. Þú færð bílinn afhentan með fullum tank af eldsneyti og skilar honum einnig fullum.
Já. Eldsneytisstefna okkar er fullur í fullur. Þú færð bílinn afhentan með fullum tank af eldsneyti og skilar honum einnig fullum.
Ef þú skilar bílnum án þess að fylla á eldsneytið þá fyllum við á tankinn og rukkum kreditkortið þitt fyrir upphæðinni + umsýslugjald.
Afhending og skil
Er skutlþjónusta í boði?
Þeir leigutakar sem panta bíl á skrifstofu okkar við Keflavíkurflugvöll verða sóttir á flugvöllinn af Thrifty Car Rental skutlþjónustu okkar. Við erum aðeins í 5 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum.
Vegna COVID-19:
Vinsamlegast hringið í okkur þegar að þið eruð búin að sækja töskurnar af töskubeltum. Þegar þið hafið hringt í okkur þá munum við koma og sækja ykkur sem tekur aðeins 5 mínútur. Vinsamlegast gangið í átt að inngangi C sem er í brottfararsalnum. Skutlan okkar mun koma þangað og bíður þar fyrir utan (Sjá kort fyrir neðan).
Fyrir viðskiptavini sem eru að skila bjóðum við uppá fría VIP skutlþjónustu frá skrifstofu okkar uppá flugvöll á meðan skrifstofan er opin. Ef viðskiptavinur skilar bíl utan opnunartíma þá er lyklabox hjá Thrifty skilti. Við getum boðið að bóka leigubíl fyrirfram fyrir viðskiptavini sem skila fyrir utan opnunartíma skrifstofu hjá samstarfsaðila okkar. Leigubílagjald leigutakans er mjög sanngjarnt.
Í Reykjavík og á Akureyri skal panta skutl frá og til útleiguskrifstofu Thrifty sem skutlar innan borgarmarka og marka Akureyrarbæjar.
Panta skutl frá útleiguskrifstofu í Reykjavík
Panta skutl frá útleiguskrifstofu á Akureyri
Bókun er gild þar til 2 tímum eftir upphaflegan bókunartíma en eftir þann tíma er bíllinn laus fyrir aðra leigutaka nema þú hafir samband og látir vita af seinkun. Ef útleigustöð lokar á þessu 2 klukkustunda tímabili telst bókunin ógild við lokun. Við munum af fremsta megni reyna að útvega annan sambærilegan bíl ef þú kemur of seint en það er háð framboði á hverjum tíma.
Hafir þú gefið upp flugnúmer við bókun og seinkun verður á flugi þá fylgjumst við með því og höldum bílnum í 2 tíma eftir lendingu. Sé opnunartími starfsstöðvar liðinn þegar flugvél lendir en tilkynnt hefur verið um seinkun þá bíða starfsmenn okkar eftir leigutaka í allt að 2 tíma.
Við munum af fremsta megni reyna að útvega bílinn sem þú bókaðir en ef hann er ekki laus þá annan sambærilegan en að öðrum kosti þarftu að bíða eftir bókuðum bíl.
Lestu endurgreiðsluskilmála okkar.
Já þú getur skilað bílnum á annarri staðsetningu en þú sóttir hann. Þér býðst að skila bílnum á einni af fjórum útleigustöðvum okkar gegn vægu gjaldi óháð því hvar þú sóttir hann. Sjá nánar hér.
Þú getur einnig skilað bílnum á þínum gististað og skilið bíllykilinn eftir í móttökunni. Þú þarft bara að hafa samband við okkur og láta okkur vita hvar bíllinn er lagður og hvar lykillinn er svo við getum komið og sótt bílinn. Við rukkum skilagjald fyrir þessa þjónustu.