Langtímaleiga á bílum

Langtímaleiga á bílum getur verið heppilegur kostur fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Þá greiðir leigutaki mánaðarlegt gjald og er öll þjónusta innifalin. Langtímaleiga á bílum frá Thrifty bílaleigu er keimlík rekstrarleigu. Munurinn felst í því að langtímaleiga er leiga á notuðum bílum sem hafa verið notaðir til útleigu m.a. til ferðamanna. Því er langtímaleiga á bílum ódýrari kostur sem býður upp á mikinn sveigjanleika. Leigutími langtímaleigu er frá 1-36 mánuðum í senn en framlenging leigusamnings er einföld. Mánaðarlegt gjald er greitt fyrir afnotin.

Vetrartilboð eru á langtímaleigunni hjá okkur fyrir 1-8 mánuði.

Langtímaleiga á bílum er í boði þremur útleigustöðum Thrifty bílaleigu:

  • Bíldshöfða 8, 110 Reykjavík (neðri hæð, merkt Thrifty)
  • Flugvellir 22, 230 Reykjanesbær
  • Tryggvabraut 5, 600 Akureyri.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.langtímaleigaabil.is.

Bóka langtímaleigubíl