Skilmálar
Kynntu þér skilmála Thrifty bílaleigu áður en þú sækir bílaleigubílinn til okkar.
Skilyrði fyrir leigu:
- Kreditkort í nafni leigutaka og kreditkortið verður að vera gilt í að lágmarki 6 mánuði eftir skiladagsetningu leigutækisins. Tekið er við fyrirframgreiddum kreditkortum og debetkortum ef Premium tryggingapakkinn er keyptur. Ekki er tekið á móti peningum.
- Gilt ökuskírteini með útgáfudegi og gildistíma. Ökumaðurinn verður að hafa verið með ökuréttindi í að lágmarki 1 ár fyrir afhendingardag leigunnar. Leigutaki getur tilnefnt annan ökumann í sinn stað en sá ökumaður verður að koma með þegar bíllinn er sóttur og framvísa ökuskírteini.