Um Thrifty bílaleigu á Íslandi

Þegar velja á um bílaleigur á Íslandi er Thrifty bílaleiga góður kostur. Thrifty bílaleiga hefur verið starfrækt á Íslandi síðan 2009 og þjónað fjölmörgum ánægðum viðskiptavinum. Bílaleigubílar til leigu hjá Thrifty eru á fjórum útleigustöðum og leiguferlið okkar er einfalt, hraðvirkt og rafrænt á vefnum. Við bjóðum gæða bíla á hagstæðum kjörum. Flotinn okkar samanstendur af bílum til leigu af öllum stærðum frá bílaframleiðendunum Ford, Mazda, Citroën og Peugeot. Brimborg er leyfishafi Thrifty bílaleigu á Íslandi.

Thrifty bílaleiga er á fjórum stöðum á landinu.

Bílarnir okkar eru vel búnir á bestu mögulegu dekkjum allan ársins hring og eru á gæða vetrar- eða nagladekkjum yfir vetrartímann.

Frí skutluþjónusta innan höfuðborgarsvæðisins til og frá skrifstofum okkar eru í boði fyrir alla okkar viðskiptavini innan opnunartíma. Vinsamlegast kynntu þér frekara fyrirkomulag hér.

Við bjóðum upp á Premium tryggingapakkann sem hefur enga sjálfsábyrgð og er með eina bestu tryggingavernd sem boðið er upp á á Íslandi.

Aukahlutir eins og barnabílstólar eru í boði fyrir viðskiptavini á lágu verði.

Bóka bíl til leigu